Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ó­líkir okkur að mörgu leyti“

Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Með sjö í þremur: „Kannski margir sem af­skrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“

Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn