Fréttamynd

Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna á­standsins í Íran

Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum.

Lífið

Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Ellý snýr aftur vegna fjölda á­skorana

Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Fá­gæt og fal­leg eign við Flóka­götu

Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sophia Bush kemur út úr skápnum

Sophia Bush hefur komið út úr skápnum og staðfest að hún sé í sambandi með Ashlyn Harris, fyrrverandi landsliðskonu í landsliði Bandaríkjanna í fótbolta. Bush segist loksins geta andað og segist finna fyrir miklum létti.

Lífið
Fréttamynd

Varð móðir sex­tán ára

Hún elskar Manchester United, finnst Sigmundur Davíð skemmtilegastur á þingi og lofar að hún myndi halda áfram að elska börnin sín þótt þau kysu Sjálfstæðisflokkinn.

Lífið
Fréttamynd

„Elska að hafa skipu­lagt kaos“

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar stendur á tímamótum þar sem hún og kollegi hennar Magnea eru að opna nýja verslun við Hafnartorg. Þær fögnuðu opnuninni með pompi og prakt í gær og hafa síðustu dagar því verið mjög viðburðaríkir en Aníta gaf sér þó tíma til að opna tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Japaninn sló heims­met í Hlíðar­fjalli

Japaninn Ryoyu Kobayashi sló í dag heimsmet í skíðastökki þegar hann stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri. Metið fyrir tilraun Kobayashi var 253,5 metrar og í eigu Austurríkismannsins Stefan Kraft. 

Lífið
Fréttamynd

Lekker hæð lista­konu til sölu

Listakonan Þórunn Hulda Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar Finnur Bjarnason hafa sett fallega hæð með sérinngangi við Gnoðarvog á sölu. Húsið var byggt árið 1960. Ásett verð er 110,9 milljónir.

Lífið