Innlent

Frakki í fangelsi í fjór­tán mánuði fyrir fíkni­efna­smygl

Árni Sæberg skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness þann 6. júlí.
Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness þann 6. júlí. Vísir/Vilhelm

Franskur karlmaður var í síðustu viku dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Hann hafði rúmlega kíló af sterku metamfetamíni meðferðis til landsins frá París.

Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og að tekið hafi verið tillit til þess við ákvörðun refsingar, auk þess að hann hafi ekki verið eigandi efnanna sem hann flutti inn.

Aftur á móti hafi verið litið til þess til refsiþyngingar að um var að ræða mikið magn sterkra fíkniefna með mikla hættueiginleika, sem ætluð voru til sölu hérlendis í gróðaskyni.

Hann var því dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar og til þess að greiða allan sakarkostnað, um 2,1 milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×