Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Myndir: Allt á floti í Kringlunni

Greint hefur verið frá því að mikið vatn sé nú á gólfum Kringlunnar vegna slökkvistarfs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem barðist við eld á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing

Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi ekki búinn að undir­rita Isavia-samning

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda.

Innlent
Fréttamynd

Eldur logar í þaki Kringlunnar

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveit kölluð út í Þórs­mörk

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út síðdegis í dag vegna konu sem hafði slasast á fæti. Sigurbjörg Metta Sigurrósdóttir hjá Landsbjörgu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggjur af vanda drengja í mennta­kerfinu ó­þarfar

Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, veltir því fyrir sér hvort strákar séu ekki bara að gera rétt í því að eltast ekki við skólagöngu og háar einkunnir. Karlar séu með hærri tekjur en konur í öllum aldurshópum, þrátt fyrir að yngri konur séu líklegri en karlar til að hafa gengið menntaveginn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna hval­veiðar með lögum

Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur haldið sofandi vegna slyssins

Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn voru í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk.

Innlent
Fréttamynd

Rútuslys í Öxnadal og meintar rang­færslur ráð­herra

Fimm voru fluttir til á Landspítalann með sjúkraflugi eftir að rúta með 22 farþega valt í Öxnadal í gær. Ekki er vitað um líðan þessara fimm sem voru mest slasaðir en rannsókn er enn á frumstigi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Guðni snýr aftur í sagn­fræðina

Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands mun snúa aftur til starfa við Háskóla Íslands í haust. Þetta kom fram í ræðu Jóns Atla, rektors HÍ, í brautskráningarathöfn skólans í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leita að nýju hús­næði fyrir kaffi­stofu Sam­hjálpar

Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Öxna­dals­heiði opin á ný

Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. 

Innlent
Fréttamynd

Harma bana­slysið og hafa upp­fært verk­ferla

Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin

Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar.

Innlent
Fréttamynd

Of snemmt að kenna bikblæðingum um

Vegagerðin varaði við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði í dag. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. 

Innlent