Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Íslenskir töfrar á Skjetten Stadion

Alexander Ingi Gunnþórsson átti sannkallaðan stórleik í norsku D-deildinni í vikunni þegar hann hjálpaði liði sínu, Skjetten, að vinna 4-3 sigur á Mjölner i Norsk Tipping deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sóley býður KSÍ aðstoð

Sóley Tómasdóttir lofar nýjar reglur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem skylda alla leikmenn og þjálfara til að læra um samþykki fyrir kynlífi. Hún býður Knattspyrnusambandi Íslands fram krafta sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli

„Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik"

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Líst eiginlega alltof vel á þetta“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ensku þjóðhetjurnar skora á stjórnvöld

Leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara, Englands, hafa skrifað undir opið bréf til verðandi forsætisráðherra Bretlands þar sem skorað er á hann að veita öllum stúlkum í landinu tækifæri til þess að æfa og spila fótbolta í skólum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum

Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok.

Sport
Fréttamynd

Úrúgvæ vill halda HM hundrað árum seinna

Argentína, Paragvæ, Síle og Úrúgvæ hafa sótt um að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þá verða 100 ár frá fyrsta heimsmeistaramótinu í sögunni sem fór fram í Úrúgvæ 1930.

Fótbolti