Lífið

Nýtt upp­haf Margrétar: „Búin að heita þessu nafni í rúma viku“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Magga Frikka nú Magga McArthur.
Magga Frikka nú Magga McArthur. Margrét

Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is heitir nú Margrét McArthur Friðriksdóttir. McArthur var millinafn afa hennar heitins. Hún kveðst afar ánægð með nýja nafnið sem setur ferskan blæ á líf hennar.

„Kæru vinir, ég tók þá stóru ákvörðun að taka upp millinafn afa míns heitins. Frændi minn nefndi þetta við mig að ég tæki þetta nafn upp eins og hann og við myndum halda nafni afa okkar sem var mikill aðalsmaður og kraftakall í heiðri. Ég sótti um í þjóðskrá og það sem kom mér mest á óvart að það var búið að afgreiða þetta eftir þrjá daga. Komið inn í heimabankann, þjóðskrá, Ísland.is o.s.frv.“ skrifar Margrét á Facebook. 

Þá segist Margrét vera búin að stofna nýjan Facebook-aðgang undir nýja nafninu þar sem núverandi aðgangur er fullur. 

„Verð að segja að nafnið leggst vel í mig, búin að heita þessu nafni í rúma viku og finnst það koma með ferskan blæ inn í mitt líf, jafnvel nýtt upphaf, Amen,“ segir Margrét.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×