Eyjafjarðarsveit

Fréttamynd

Leitin ekki borið árangur í nótt

Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Leitin hefur enn ekki borið árangur

Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í banaslysi í Eyja­firði

Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra stjörnu hótel opni við Skógar­böðin

Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um hönnun, uppbyggingu og rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti tvo slasaða vél­sleða­menn í sömu ferðinni

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna manns sem hafði slasast á fæti á vélsleða við Eyjafjörð og þegar verið var að sækja hann barst annað útkall vegna manns sem hafði slasast á vélsleða hinum megin við Eyjafjörð. Þeir voru báður sóttir og fluttir á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Leiður, von­lítill og þreyttur bóndi

Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr

Kýr drápust í tveimur um­ferðar­slysum á Norður­landi um helgina, annars vegar í Hörg­ár­dal við Jónasar­lund á þjóð­veginum og hins vegar í Eyja­fjarðar­sveit. Ein kú drapst í Hörg­ár­dal en fjórar í Eyja­fjarðar­sveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést í Eyja­firði

Maðurinn sem lést í hlíðum Hag­ár­dals inn í Eyja­firði á laugar­dag hét Jónas Vig­fús­son. Jónas lætur eftir sig eigin­konu, tvær upp­komnar dætur og sjö barna­börn.

Innlent
Fréttamynd

Var látinn þegar náðist til hans

Gangnamaður sem slasaðist í Eyjafirði í gær var látinn þegar björgunarsveitarfólk komst að honum hátt í hlíðum Hagárdals, inn í Eyjafirði. Erfiðlega gekk að komast til mannsins og var ekki hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda.

Innlent
Fréttamynd

Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í dag um slasaðan gangnamann í Eyjafirði. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem komst ekki að manninum vegna sviptivinda.

Innlent
Fréttamynd

Endur­greiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ís­bílsins

Ís­bíllinn endur­greiðir 34 ís­tegundir sem seldar voru í Eyja­firði, Skaga­firði og Austur-Húna­vatns­sýslu 8. til 10. júlí síðast­liðinn. Vegna mis­taka hjá Sam­skipum hálf­þ­iðnaði ís á leið til Akur­eyrar. Eig­andi Ís­bílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mis­tök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endur­greiðslu­beiðnunum.

Neytendur
Fréttamynd

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Strokkur vélarinnar gaf sig vegna málm­þreytu­brots í gormi

Flugvél sem nauðlenti á Fúlukinnarfjalli í júlí síðasta sumar var með brotinn gormahaldara og ábótavana smurningu á strokki. Er því beint til umsjónarmanna véla með svipaða hreyfla að huga vel að tengingu olíuleiðsna. Þá er því beint til hönnuðar vélarinnar að endurskoða notkun á riffluðum málmrörum í olíkerfi hreyfilsins. 

Innlent