Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Nick Cave til Ís­lands

Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. 

Tónlist
Fréttamynd

Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. 

Innlent
Fréttamynd

Hljómahöllin fagnar 10 ára af­mæli með opnu húsi

Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram.

Lífið
Fréttamynd

Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn.

Lífið
Fréttamynd

Tók sím­talið á pabba fyrir Her­bert

„Ég reyni alltaf að birta upp heiminn,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson sem gaf út nýtt lag í dag, sumarsmellinn Allt á uppleið! Söngvarinn segir lagið eiga vel við á þessum tíma en síminn stoppar ekki og hann hefur í nógu að snúast fram á haust. Stórkanónur eru að baki laginu með Herberti, feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég vil nota líkamann minn þangað til hann hættir að virka“

„Þrautseigjan og seiglan heldur manni gangandi. Þú verður bara alltaf að standa aftur upp,“ segir fimleikastjarnan, margfaldi Íslandsmeistarinn, listamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Sigurður Gunnarsson, yfirleitt kallaður Nonni. Nonni, sem er að verða 32 ára í sumar, er alltaf með marga bolta á lofti og á sér stóra drauma. Blaðamaður ræddi við hann um lífið, ferilinn, fimleikana, listina, seigluna, föðurmissi, sorgarferli og fleira.

Lífið
Fréttamynd

Lizzo komin með nóg og hættir

Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa.

Lífið
Fréttamynd

Æðis­leg til­finning að þurfa ekki að geðjast fólki

Kristinn Óla Haraldsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann er með þekktari tónlistarmönnum landsins og hvað þekktastur undir nafninu Króli í tvíeykinu JóiPé og Króli. Króli skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 en ákvað fyrir nokkrum árum að draga sig í hlé frá tónlistinni til þess að sinna bæði leiklistinni og andlegri heilsu. Í síðustu viku sendi hann svo frá sér plötuna SCANDIPAIN ásamt Jóa og danska rapparanum Ussel. Blaðamaður ræddi við hann um listina, ástina og lífið.

Tónlist
Fréttamynd

Tón­list í gleði og sorg

Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega.

Skoðun
Fréttamynd

Slæm tíð­ind­i fyr­ir ís­lensk­a tón­list­ar­menn að TikT­ok og Uni­ver­sal náðu ekki sam­an

Fari svo að Bandaríkin loki á TikTok myndi það hafa mikil áhrif á upplifun íslenskra notenda því uppistaðan af efni sem við horfum á kemur frá bandarískum áhrifavöldum. Slit á samstarfi samfélagsmiðilsins við tónlistarútgáfuna Universal Music eru slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn, segir framkvæmdastjóri og stofnandi OverTune.

Innherji
Fréttamynd

Á­tján ára og stefna langt

Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. 

Tónlist
Fréttamynd

Súperstjörnur landsins fögnuðu með GDRN

Ofurstjarnan GDRN fagnaði nýrri plötu með pomp og prakt á veitingastaðnum Önnu Jónu í síðastliðinni viku. Platan ber heitið Frá mér til þín og inniheldur átta einlæg og poppskotin lög.

Tónlist