Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

„Fólk er al­ger­lega að fella rasistagrímuna“

Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast.

Lífið
Fréttamynd

Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu

Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi óttast púður­tunnu rasismans

Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Texta Októ­ber-regns breytt að kröfu for­seta Ísrael

Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Sonurinn gat ekki kosið Bashar

Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjós­endur Bashars kusu Heru

Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land fer niður um sæti hjá veð­bönkum

Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent.

Lífið
Fréttamynd

Vor­boðinn ljúfi

Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði.

Skoðun
Fréttamynd

Bashar Murad vill í for­seta­fram­boð

Bashar Murad hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. Hann hefur þó hvorki aldur til framboðs né er hann íslenskur ríkisborgari.

Lífið
Fréttamynd

Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað

Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Á­fram Bashar - á­fram Ís­land!

Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við.

Skoðun
Fréttamynd

Hera og Bashar af­dráttar­laus og ætla í Euro­vision

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land í fimmta sæti í veð­bönkum

Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Lífið
Fréttamynd

Ísrael muni frekar draga sig úr keppni

Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins.

Lífið