Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Enginn náð í fleiri stig en Mc­Kenna síðan hann tók við Ipswich

    Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle fór illa með Jóa Berg og fé­laga á Turf Moor

    Newcastle vann stórsigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og það á heimavelli Burnley. Nottingham Forest fór á sama tíma langleiðina með því að bjarga sér frá falli og gera stöðuna enn verri fyrir Burnley. Stoðsending frá Jóhanni Berg breytti litlu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Mo Salah sá sem að gekk of langt“

    Mohamed Salah fór yfir strikið þegar hann reifst við knattspyrnustjóra sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, á hliðarlínunni á laugardag í 2-2 jafnteflisleiknum við West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Ekki boð­legt á þessu getu­stigi“

    „Við gáfum þeim of auðvelt aðgengi að markinu okkar í fyrri hálfleik og það er ekki boðlegt á þessu getustigi,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir tap sinna manna gegn erkifjendunum í Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

    Enski boltinn