Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun

Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkið refsa vel reknum ríkisfyrirtækjum

Gísli S. Einarson, bæjarstjóri á Akranesi, segir ljóst að fái sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi ekki fjárframlög við afgreiðslu fjáraukalaga sé ríkisvaldið að refsa þeim ríkisfyrirtækjum sem standa sig vel í rekstri. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Innlent
Fréttamynd

Segja skrýtið að skattur af geisladiskum sé lækkaður en ekki af lyfjum

Samtök framleiðenda frumlyfja, Frumtök, segja það skjóta skökku við að í umræðum um lækkun virðisaukaskatts á ýmsm nauðsynjum sé ekki rætt um lækkun skatts á lyfjum. Fram kemur í tilkynningu frá Frumtökum að lyf beri nú 24,5 prósenta virðisaukaskatt en hins vegar sé stefnt að því að lækka virðisaukaskatt á bæði gosdrykkjum og geisladiskum.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföldun Suðurlandsvegar verði tryggð tafarlaust

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg skorar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar með lögfestingu verksins á vegaáætlun. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. Þar segir einnig að umferð á veginum hafi tvöfaldast á fáum árum auk þess sem bent er á að skipaflutningar hafi lagst af með fram ströndum og fari nú þungaflutningar um vegi landsins.

Innlent
Fréttamynd

Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum.

Innlent
Fréttamynd

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var í dag formlega stofnuð við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með henni á að leitast við að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar og auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás og í að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum á þessu sviði, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega

Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Kristrún Lind nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra

Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hefur hún störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt

Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlaganefnd vill setja Öryggismálanefnd í gang

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að Öryggismálanefnd, samstarfsvettvangur allra stjórnmálaflokkanna verði sett á laggirnar á vegum forsætisráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlagið til þessarar nýju Öryggismálanefndar verði 16 milljónir króna árið 2007. Í álitinu sínu vísar meirihlutinn til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins.

Innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur dregst mest saman á Íslandi á milli ára

Búist er við að heldur dragi úr hagvexti í hinum norrænu ríkjum á næsta ári ef undan er skilinn Noregur, en mest dregur úr honum hér á landi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári en þrjú prósent árið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Anna Kristín tekur þriðja sætið

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli

Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu

Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna

Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun

Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra

Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Ungir jafnaðarmenn segja Valdimar Leó tapsáran

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Fækkar í þingflokki Samfylkingarinnar

Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagði sig úr flokknum í beinni útsendingu í Silfri Egils í dag. Þar með fækkar þingmönnum Samfylkingarinnar úr 20 í 19. Valdimar segir prófkjörsfyrirkomulagið hampa þeim sem koma frá stærri bæjum innan kjördæma og þeim sem hafa aðgang að fjármagni, en hann hafnaði í fjórtánda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Innlent