Innlent

Sam­þykktu til­lögu Sjálf­stæðis­flokksins

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Reykjavíkurborg hefur falið innri endurskoðun að gera úttekt á samning um fækkun bensínstöðva
Reykjavíkurborg hefur falið innri endurskoðun að gera úttekt á samning um fækkun bensínstöðva Vísir/Vilhelm

Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir „jafnframt verði samningar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva sem samþykktir voru á fundi borgarráðs teknir til skoðunar. Meðal annars verði kannað hvort málefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar samningunum og hvort bestu hagsmunir borgarinnar hafi verið nægjanlega tryggðir við samningsgerðina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram í borgarráði 2. maí síðastliðinn.

Þetta kemur í kjölfar innslags fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um samninga sem Reykjavíkurborg gerði við olíufélögin árið 2021, sem birtist í Kastljósi á RÚV í gær. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum frá því að María Sigrún var látin fara úr fréttaskýringarþættinum Kveik, þar sem innslagið átti upphaflega að birtast.

Þá sendi skrifstofa borgarstjóra og borgarritara frá sér athugasemdir sem sögðu að „alvarlegar staðreyndavillur“ væru í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss svaraði og sagðist engar staðreyndavillur sjá í þættinum. Allar upplýsingarnar hefðu verið teknar beint úr tilkynningu á vef borgarinnar.


Tengdar fréttir

„Skítkastið var ógeðslegt“

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær.

María Sigrún látin fara úr Kveik

Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×