Körfubolti

„BLE-bræður eru brjálaðir!“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þeir félagar fara vel yfir málin í Lögmáli leiksins.
Þeir félagar fara vel yfir málin í Lögmáli leiksins. Stöð 2 Sport

Strákarnir í Lögmáli leiksins kryfja nýlega verðlaunaafhendingu í NBA-deildinni vestanhafs í þætti kvöldsins.

Stephen Curry er á meðal þeirra sem var verðlaunaður en hann var valinn clutch leikmaður ársins í NBA-deildinni. Sérfræðingar þáttarins eru ósammála því vali.

Klippa: BLE-bræður eru brjálaðir

„Þetta eru ótrúleg verðlaun. Þetta er topp tíu leikmaður sögunnar en ekki þekktur fyrir að setja buzzerana,“ segir Tómas Steindórsson.

„Það eru aðrir gaurar sem maður tengir við þetta. Til dæmis frændi Tómasar í Bulls, DaMar DeRozan, sem er mikið að taka lokaskotin. Jamal Murray væri hátt þarna líka,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson og bætir við:

„Warriors töpuðu öllum tæpu leikjunum í vetur. Mér finnst þetta mjög skrýtið. Þegar þeir virkilega þurftu að vinna til að komast í play-in, þá töpuðu þeir alltaf.“

„BLE-bræður eru brjálaðir!“ sagði þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson.

Lögmál leiksins er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×