Íslenski boltinn

„Mér fannst ó­dýrt af Arnari að bera þetta saman“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Grétarsson hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum gegn Stjörnunni að athuga.
Arnar Grétarsson hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum gegn Stjörnunni að athuga. vísir/diego

Atli Viðar Björnsson tók ekki undir gagnrýni Arnars Grétarssonar, þjálfara Vals, á dómara leiksins gegn Stjörnunni í Bestu deild karla.

Valsmenn misstu mann af velli í leiknum þegar Bjarni Mark Antonsson fékk sitt annað gula spjald á 38. mínútu. Undir blálok fyrri hálfleiks skoraði Adolf Daði Birgisson svo eina mark leiksins.

Arnar gerði ekki athugasemd við rauða spjaldið sem Bjarni fékk en honum fannst Stjörnumaðurinn Emil Atlason sleppa heldur vel og benti á að hann hefði brotið í þrígang af sér án þess að fá gult spjald frá Erlendi Eiríkssyni, dómara leiksins. Í Stúkunni í fyrradag var farið yfir brot Emils í leiknum.

„Arnar Grétarsson talar um þrjár aukaspyrnur sem Emil fékk á sig í fyrri hálfleik og mér fannst hann pínulítið vera að bera þetta saman við það sem Bjarni Mark gerði,“ sagði Atli Viðar.

„Í einhverjum tilfellum hefði einhver dómari mögulega getað gefið honum gult spjald, í besta falli. En mér fannst Erlendur gera rétt. Þetta er bara aukaspyrna og áfram með leikinn. Það sem Bjarni Mark gerði eru bara verðskulduð gul spjöld. Mér fannst bara ódýrt af Arnari að bera þetta saman. Ég veit að hann var heitur og þetta var tekið strax eftir leik og allt þetta. Eflaust sér hann þetta eitthvað öðruvísi þegar hann fer á að horfa á þetta eftir leikinn. En mér fannst þetta ódýrt.“

Klippa: Stúkan - brot Emils

Valur vann ÍA, 2-0, í 1. umferð Bestu deildarinnar en gerði svo markalaust jafntefli við Fylki áður en liðið tapaði fyrir Stjörnunni.

Næsti leikur Vals er gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins annað kvöld.

Umræðuna um gagnrýni Arnars og brot Emils má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×