Uppgjörið: Breiðablik - Keflavík 3-0 | Öruggt í fyrsta heimaleik nýja þjálfarans Smári Jökull Jónsson skrifar 22. apríl 2024 19:55 Blikar gátu leyft sér að fagna þrívegis í leik kvöldsins. vísir/hulda margrét Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var fyrsti leikur liðsins í Bestu deildinni undir stjórn þjálfarans Nik Chamberlain sem kom frá Þrótti Reykjavík fyrir tímabilið. Miðað við spár manna fyrir mót bjuggust eflaust einhverjir við tölverðum yfirburðum Blika í þessum leik. Keflvíkingar byrjuðu hins vegar af nokkrum krafti og nældu sér meðal annars í nokkrar hornspyrnur í upphafi sem þær nýttu ekki nægilega vel. Blikar voru þó sterkari og átti Agla María Albertsdóttir skot sem bjargað var á línu áður en framherjinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði gott mark eftir að hafa sloppið alein í gegn eftir sendingu Anna Nurmi. Annars var lítið um færi í fyrri hálfleiknum, Blikar sköpuðu sér nokkrar góðar stöður en opnu færin voru af skornum skammti. Síðari hálfleikur var ekki langur þegar Vigdís Lilja bætti við sínu öðru marki eftir góða aukaspyrnu Öglu Maríu. Eftir markið hertu Blikarnir tök sín á leiknum og voru gestirnir heppnir að forystan varð ekki meiri á mínútunum eftir markið. Þriðja markið kom á 70. Mínútu þegar Agla María skoraði gott skallamark. Karitas Tómasdóttir átti þá góða fyrirgjöf eftir að hafa komið inn af bekknum innan við mínútu áður. Lokamínúturnar voru lítilfjörlegar. Blikar gerðu fjöldan allan af skiptingum og duttu aðeins úr takti. Sigurinn var öruggur og sanngjarn og Nik Chamberlain án efa sáttur með þrjú stig og að halda hreinu í fyrsta heimaleik sínum sem þjálfari Breiðabliks í Bestu deildinni. Atvik leiksins Ég ætla að velja seinna mark Vigdísar Lilju sem stærsta atvikið í þessum leik. Það er fátt meira pirrandi fyrir þjálfara en að fá á sig mark í upphafi síðari hálfleiks. Að vera nýbúinn að eyða hálfleiknum í að gera plan fyrir síðari hálfleik og sjá það svo fara út í buskann eftir fjórar mínútur. Ég get ekki ímyndað mér að Jonathan Glenn hafi verið glaður á því augnabliki. Mark Blika á 49. Mínútu sló Keflvíkinga út af laginu og Blikar tóku öll völd eftir það og sigldu sigrinum þægilega í höfn. Stjörnur og skúrkar Vigdís Lilja byrjar þetta tímabil af krafti og tvö mörk í fyrsta leik er stjörnuframmistaða. Vigdís Lilja er fædd árið 2005 og hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar leikið 40 leiki í efstu deild. Hún fær greinilega traustið hjá Nik Chamberlain og launaði það svo sannarlega í dag. Andrea Rut Bjarnadóttir lék sömuleiðis vel hjá Blikum og var mikið í boltanum. Það er erfitt að velja einhvern skúrk úr leik dagsins. Keflavík var einfaldlega númeri of lítið fyrir Blika í dag en það er eflaust ýmislegt jákvætt sem Jonathan Glenn getur tekið úr leiknum. Dómarinn Arnar Ingi Ingvarsson átti fínan dag. Eitt atvik var þó áhugavert. Blikar spörkuðu þá boltanum útaf þegar leikmaður Selfoss lá meiddur á vellinum. Þegar leikurinn fór svo af stað aftur kastaði leikmaður Selfoss boltanum til samherja og ætlaði að hefja sókn. Henni var þó bent á af samherjum að skila boltanum til Blika en áður en henni tókst það var Arnar Ingi búinn að stöðva leikinn til að láta endurtaka innkastið. Vissulega áttu Selfyssingar að skila boltanum til baka og voru á leið að gera það en Arnar Ingi hafði ekkert erindi með að stöðva leik og hlutast til með það. Stemning og umgjörð Það var bongóblíða í Kópavoginum í kvöld og aðstæður frábærar til knattspyrnuiðkunar. Umgjörðin hjá Blikum var flott og eina sem klikkaði var þegar vallarþulurinn tilkynnti að Ásta Eir Árnadóttir hefði skorað annað mark Blika. Það hefði verið gaman að sjá fleiri áhorfendur í stúkunni en Blikarnir gerðu sitt til að fá fólk á völlinn því umgjörðin var flott. „Vonandi heldur hún þessu áfram“ „Þetta var allt í lagi. Þetta verður ekki okkar besta frammistaða á tímabilinu. Í fyrri hálfleik héldum við boltanum ekki nógu vel heldur reyndum langa bolta sem var eitthvað sem við vorum búin að ræða um. Við gerðum bara of mikið af því,“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Blika eftir 3-0 sigur hans kvenna í dag. „Við vissum að eftir því sem liði á leikinn þá myndu svæði opnast og að við fengjum meiri tíma með boltann. Í þriðja markinu byggðum við upp góða sókn og lokuðum henni á góðu marki. Heilt yfir var þetta allt í lagi. Við vörðumst vel að mestu leyti og ég man ekki eftir einhverju opnu færi hjá þeim.“ Þjálfarateymi Breiðabliks.Breiðablik „Liðunum var spáð misjöfnu gengi á tímabilinu. Flestir spá Blikum í baráttu við Val og fleiri lið á toppnum á meðan búist er við Keflavík í botnbaráttu. Nik sagði engan vanda hafa verið að hvetja hans lið til dáða fyrir mótið. „Alls ekki. Við sýndum ágætlega fagmannlega frammistöðu. Við tókum engu gefnu en taugarnar voru þandar því þetta er fyrsti leikur. Við erum með unga leikmenn úti á vellinum sem eru að leika fyrstu leiki sína í efstu deild.“ „Svona hlutir skipta máli. Mér fannst lið Keflavíkur vera orkumeira en á síðustu leiktíð og eru með gott lið. Ég er viss um að þær muni sækja stig eftir því sem líður á tímabilið.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í dag og Nik sagði að hann hefði sagt við hana um leið og hann kom að hún yrði framherji í hans liði. „Sjálfstraustið hennar hefur aukist í vetur. Í nóvember þegar ég mætti sagði ég við hana: „Þú verður framherji hjá mér. Þú gerir það sem þú gerðir hvað best þegar þú varst yngri.“ Hún skoraði nokkur mörk í vetur og hefur bætt frammistöðu sína með hverri vikunni.“ „Hún skoraði tvö mörk í dag og maður vill að framherjarnir þínir nýti færin sem þeir fá. Í fyrsta markinu kláraði hún mjög vel og í því seinna var hún á réttum stað í vítateignum. Vonandi heldur hún þessu áfram og skorar fleiri mörk.“ „Mitt unga lið getur tekið margt úr leiknum“ Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur sagði að hann væri ánægður með margt hjá liði sínu þrátt fyrir 3-0 tap gegn Blikum í dag. „Ég held við getum tekið mjög margt jákvætt úr þessu. Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur, mér fannst við vera þarna með þeim allan tímann,“ sagði Glenn í samtali við Vísi strax eftir leik. „Þær eru auðvitað með mjög góða leikmenn og nýta hvert tækifæri sem þær fá. Mér fannst við sýna góðan karakter og baráttu. Við vorum að skapa færi og fengum hornspyrnur.“ Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir eru þjálfarar Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Glenn var ósáttur með dómgæsluna í leiknum og sagði ýmis lítil atriði hafa fallið með Blikum. „Ég er ósáttur með sumar ákvarðanirnar. Oft voru þær að taka þessi litlu brot til að brjóta niður okkar sóknir. Þær voru að fara aftan í okkur aftur og aftur og það var ekkert dæmt. Þegar við gerðum það var dæmt. Það líkaði mér ekki en mér finnst mitt unga lið geta tekið margt úr leiknum.“ Annað mark Blika í leiknum kom strax í upphafi síðari hálfleiks en Glenn sagðist þó ekkert hafa verið alltof pirraður með byrjunina á síðari hálfleik. „Um leið og síðari hálfleikurinn byrjaði fengum við horn, við pressuðum og fengum horn. Þær náðu skyndisókn og skoruðu. Þær eru með mikil gæði og breiðan hóp. Svona getur gerst.“ Glenn sagði að það væri verið að byggja upp lið í Keflavík og hafði ekki of miklar áhyggjur af spám manna fyrir mótið. „Margir ungir leikmenn eru að fá tækifæri. Í dag sýndu þær að þó þær séu ungar þá eru þær tilbúnar að spila. Þær munu vaxa fljótt og mér fannst þetta mjög gott fyrir framtíðina.“ Besta deild karla Breiðablik Keflavík ÍF
Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var fyrsti leikur liðsins í Bestu deildinni undir stjórn þjálfarans Nik Chamberlain sem kom frá Þrótti Reykjavík fyrir tímabilið. Miðað við spár manna fyrir mót bjuggust eflaust einhverjir við tölverðum yfirburðum Blika í þessum leik. Keflvíkingar byrjuðu hins vegar af nokkrum krafti og nældu sér meðal annars í nokkrar hornspyrnur í upphafi sem þær nýttu ekki nægilega vel. Blikar voru þó sterkari og átti Agla María Albertsdóttir skot sem bjargað var á línu áður en framherjinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði gott mark eftir að hafa sloppið alein í gegn eftir sendingu Anna Nurmi. Annars var lítið um færi í fyrri hálfleiknum, Blikar sköpuðu sér nokkrar góðar stöður en opnu færin voru af skornum skammti. Síðari hálfleikur var ekki langur þegar Vigdís Lilja bætti við sínu öðru marki eftir góða aukaspyrnu Öglu Maríu. Eftir markið hertu Blikarnir tök sín á leiknum og voru gestirnir heppnir að forystan varð ekki meiri á mínútunum eftir markið. Þriðja markið kom á 70. Mínútu þegar Agla María skoraði gott skallamark. Karitas Tómasdóttir átti þá góða fyrirgjöf eftir að hafa komið inn af bekknum innan við mínútu áður. Lokamínúturnar voru lítilfjörlegar. Blikar gerðu fjöldan allan af skiptingum og duttu aðeins úr takti. Sigurinn var öruggur og sanngjarn og Nik Chamberlain án efa sáttur með þrjú stig og að halda hreinu í fyrsta heimaleik sínum sem þjálfari Breiðabliks í Bestu deildinni. Atvik leiksins Ég ætla að velja seinna mark Vigdísar Lilju sem stærsta atvikið í þessum leik. Það er fátt meira pirrandi fyrir þjálfara en að fá á sig mark í upphafi síðari hálfleiks. Að vera nýbúinn að eyða hálfleiknum í að gera plan fyrir síðari hálfleik og sjá það svo fara út í buskann eftir fjórar mínútur. Ég get ekki ímyndað mér að Jonathan Glenn hafi verið glaður á því augnabliki. Mark Blika á 49. Mínútu sló Keflvíkinga út af laginu og Blikar tóku öll völd eftir það og sigldu sigrinum þægilega í höfn. Stjörnur og skúrkar Vigdís Lilja byrjar þetta tímabil af krafti og tvö mörk í fyrsta leik er stjörnuframmistaða. Vigdís Lilja er fædd árið 2005 og hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar leikið 40 leiki í efstu deild. Hún fær greinilega traustið hjá Nik Chamberlain og launaði það svo sannarlega í dag. Andrea Rut Bjarnadóttir lék sömuleiðis vel hjá Blikum og var mikið í boltanum. Það er erfitt að velja einhvern skúrk úr leik dagsins. Keflavík var einfaldlega númeri of lítið fyrir Blika í dag en það er eflaust ýmislegt jákvætt sem Jonathan Glenn getur tekið úr leiknum. Dómarinn Arnar Ingi Ingvarsson átti fínan dag. Eitt atvik var þó áhugavert. Blikar spörkuðu þá boltanum útaf þegar leikmaður Selfoss lá meiddur á vellinum. Þegar leikurinn fór svo af stað aftur kastaði leikmaður Selfoss boltanum til samherja og ætlaði að hefja sókn. Henni var þó bent á af samherjum að skila boltanum til Blika en áður en henni tókst það var Arnar Ingi búinn að stöðva leikinn til að láta endurtaka innkastið. Vissulega áttu Selfyssingar að skila boltanum til baka og voru á leið að gera það en Arnar Ingi hafði ekkert erindi með að stöðva leik og hlutast til með það. Stemning og umgjörð Það var bongóblíða í Kópavoginum í kvöld og aðstæður frábærar til knattspyrnuiðkunar. Umgjörðin hjá Blikum var flott og eina sem klikkaði var þegar vallarþulurinn tilkynnti að Ásta Eir Árnadóttir hefði skorað annað mark Blika. Það hefði verið gaman að sjá fleiri áhorfendur í stúkunni en Blikarnir gerðu sitt til að fá fólk á völlinn því umgjörðin var flott. „Vonandi heldur hún þessu áfram“ „Þetta var allt í lagi. Þetta verður ekki okkar besta frammistaða á tímabilinu. Í fyrri hálfleik héldum við boltanum ekki nógu vel heldur reyndum langa bolta sem var eitthvað sem við vorum búin að ræða um. Við gerðum bara of mikið af því,“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Blika eftir 3-0 sigur hans kvenna í dag. „Við vissum að eftir því sem liði á leikinn þá myndu svæði opnast og að við fengjum meiri tíma með boltann. Í þriðja markinu byggðum við upp góða sókn og lokuðum henni á góðu marki. Heilt yfir var þetta allt í lagi. Við vörðumst vel að mestu leyti og ég man ekki eftir einhverju opnu færi hjá þeim.“ Þjálfarateymi Breiðabliks.Breiðablik „Liðunum var spáð misjöfnu gengi á tímabilinu. Flestir spá Blikum í baráttu við Val og fleiri lið á toppnum á meðan búist er við Keflavík í botnbaráttu. Nik sagði engan vanda hafa verið að hvetja hans lið til dáða fyrir mótið. „Alls ekki. Við sýndum ágætlega fagmannlega frammistöðu. Við tókum engu gefnu en taugarnar voru þandar því þetta er fyrsti leikur. Við erum með unga leikmenn úti á vellinum sem eru að leika fyrstu leiki sína í efstu deild.“ „Svona hlutir skipta máli. Mér fannst lið Keflavíkur vera orkumeira en á síðustu leiktíð og eru með gott lið. Ég er viss um að þær muni sækja stig eftir því sem líður á tímabilið.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í dag og Nik sagði að hann hefði sagt við hana um leið og hann kom að hún yrði framherji í hans liði. „Sjálfstraustið hennar hefur aukist í vetur. Í nóvember þegar ég mætti sagði ég við hana: „Þú verður framherji hjá mér. Þú gerir það sem þú gerðir hvað best þegar þú varst yngri.“ Hún skoraði nokkur mörk í vetur og hefur bætt frammistöðu sína með hverri vikunni.“ „Hún skoraði tvö mörk í dag og maður vill að framherjarnir þínir nýti færin sem þeir fá. Í fyrsta markinu kláraði hún mjög vel og í því seinna var hún á réttum stað í vítateignum. Vonandi heldur hún þessu áfram og skorar fleiri mörk.“ „Mitt unga lið getur tekið margt úr leiknum“ Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur sagði að hann væri ánægður með margt hjá liði sínu þrátt fyrir 3-0 tap gegn Blikum í dag. „Ég held við getum tekið mjög margt jákvætt úr þessu. Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur, mér fannst við vera þarna með þeim allan tímann,“ sagði Glenn í samtali við Vísi strax eftir leik. „Þær eru auðvitað með mjög góða leikmenn og nýta hvert tækifæri sem þær fá. Mér fannst við sýna góðan karakter og baráttu. Við vorum að skapa færi og fengum hornspyrnur.“ Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir eru þjálfarar Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Glenn var ósáttur með dómgæsluna í leiknum og sagði ýmis lítil atriði hafa fallið með Blikum. „Ég er ósáttur með sumar ákvarðanirnar. Oft voru þær að taka þessi litlu brot til að brjóta niður okkar sóknir. Þær voru að fara aftan í okkur aftur og aftur og það var ekkert dæmt. Þegar við gerðum það var dæmt. Það líkaði mér ekki en mér finnst mitt unga lið geta tekið margt úr leiknum.“ Annað mark Blika í leiknum kom strax í upphafi síðari hálfleiks en Glenn sagðist þó ekkert hafa verið alltof pirraður með byrjunina á síðari hálfleik. „Um leið og síðari hálfleikurinn byrjaði fengum við horn, við pressuðum og fengum horn. Þær náðu skyndisókn og skoruðu. Þær eru með mikil gæði og breiðan hóp. Svona getur gerst.“ Glenn sagði að það væri verið að byggja upp lið í Keflavík og hafði ekki of miklar áhyggjur af spám manna fyrir mótið. „Margir ungir leikmenn eru að fá tækifæri. Í dag sýndu þær að þó þær séu ungar þá eru þær tilbúnar að spila. Þær munu vaxa fljótt og mér fannst þetta mjög gott fyrir framtíðina.“