„Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 23:52 Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks. vísir/arnar Framkvæmdastjóri Jáverks segir að afleiðingar aðgerðarleysis stjórnvalda í húsnæðismálum séu að koma fram núna. Dýrt fjármagn og skortur á lóðaframboði hægi á uppbyggingu. Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07
Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30