Innlent

Jón Viðar skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu opin­berra fjár­mála

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jón Viðar hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu opinberra fjármála.
Jón Viðar hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu opinberra fjármála. Stjórnarráðið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Jón Viðar Pálmason skrifstofustjóra á skrifstofu opinberra fjármála. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Segir þar að ellefu hafi sótt um embættið, sem var auglýst til umsóknar í desember. Ekki kemur fram hverjir hinir tíu eru sem sóttu um embættið.

Jón Viðar lauk MPA námi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2018 en hafði þar áður lokið meistaragráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2009. Grunnur Jóns Viðars er í hagfræði við HÍ, sem hann lauk B.Sc. gráðu í árið 2003. 

Jón Viðar hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 en var áður deildarstjóri áætlanagerðar og greiningar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×