Innlent

Ók bíl inn í verslun í Vest­manna­eyjum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Engin slys urðu á fólki.
Engin slys urðu á fólki. Svava

„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Engin slys urðu á fólki, en fyrst var greint frá atvikinu á vef Eyjafrétta.

„Það var eins og hann hafi ekki náð að hemla hjá sér. Þannig að bíllinn fór bara ágætlega inn hjá mér,“ segir Svava sem tekur fram að bíllinn hafi komið nokkurri ferð inn í búðina „Hann talaði um að bíllinn hefði verið eitthvað bilaður. Ég veit auðvitað ekkert hvernig það mál er.“

Að sögn Svövu vildi bílsjórinn meina að bremsurnar hjá sér hefðu bilað.Svava

Svava segir engan hafa staðið við gluggann þar sem bíllinn skaust inn, en sjálf hafi hún ekki verið langt frá. „Ég var nokkuð nálægt, en það slapp samt alveg til.“

Hún segist vonast til að geta opnað verslunina aftur á morgun. Búið sé að setja plötu fyrir gluggann sem brotnaði. Unnið sé að því að þrífa glerbrotin upp.

Vonast er til að Salka geti opnað aftur á morgun.Svava



Fleiri fréttir

Sjá meira


×