Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2023 12:00 Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir tekur slaginn með Selfyssingum í Grill66-deildinni næsta vetur. Vísir/Daníel Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Sport „Lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt“ Sport Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Íslenski boltinn Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Enski boltinn Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Sport „Lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt“ Sport Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Íslenski boltinn Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Enski boltinn Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira