Handbolti

Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn

Aron Guðmundsson skrifar
Þórey í setti í Seinni bylgjunni eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn
Þórey í setti í Seinni bylgjunni eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn Vísir/Anton Brink

Þór­ey Anna Ás­geirs­dóttir, leik­maður Vals, var valin besti leik­maður úr­slita­ein­vígis Olís deildarinnar þetta tíma­bilið. Þór­ey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Ís­lands­meistara­titilinn.

Valur er Ís­lands­meistari kvenna í hand­bolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úr­slita­ein­vígi Olís deildarinnar í Vest­manna­eyjum í dag.

„Ég get ekki lýst því, þetta er geð­veikt,“ sagði Þór­ey í við­tali í Seinni bylgjunni að­spurð hvernig til­finning því fylgi að vera orðin Ís­lands­meistari. „Við töpuðum úr­slita­ein­víginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“

Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Ís­lands­meistara­titilinn á heima­velli and­stæðinganna í ÍBV.

„Já ég verð að viður­kenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðar­enda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa ó­þarfa spennu í þetta ein­vígi.“

Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálf­leik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í að­eins einu marki.

„Já í seinni hálf­leik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í ein­hverjar fimm mínútur eða eitt­hvað.“

Til­finninga­skalinn sprakk síðan í leiks lok.

„Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildar­meistara­titillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðar­lega hungraðar inn í þessa úr­slita­keppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“

Þór­ey er afar á­nægð hjá Val.

„Þetta er frá­bært lið, það er ó­trú­lega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vin­konur. Ég gæti eigin­lega ekki beðið um betra lið en þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×