Menning

RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“

Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa

„Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014.

„Ég fór í fimm skipti í Holuhraun fljúgandi og í öll skiptin átti ég í vandræðum með það að komast heim,“ segir RAX þegar hann lýsir því hversu hættulegar aðstæðurnar voru. Hann segir Holuhraun hafa myndað eins og sitt eigið veðrakerfi og oft hafi reynst þrautinni þyngri að komast heim.

„Maður þurfti að passa sig því þetta var svolítið erfitt. Öll flugin voru mjög erfið. Það sem var mjög táknrænt var að þetta var svona eins og að horfa inn í hið neðra. Inferno -Eins og hjá kölska.“

Þegar ég var að fljúga meðfram gígnum sá ég í nokkrar sekúndur andlit logandi í smá stund og það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur . 

RAX segir það mjög mikilvægt að skrásetja og mynda allt sem gerist í eldgosum og að menn verði að átta sig á mikilvægi þess og ekki reyna að koma í veg fyrir það. 

„Við erum að skrá Íslandssöguna sem er hluti af mannkynssögunni. Það verður að vera inn í myndinni þegar svona gerist, “ segir Rax og segir að eldgos á Íslandi sé alltaf heimsfrétt.  

„Ég fer í eldgos. Ef ég fæ ekki að fara inn að framan þá fer ég bara inn að aftan.“ 

Frásögnina í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og sagan Kölski í Holuhrauni er tæpar sex mínútur.

Klippa: RAX Augnablik - Kölski í Holuhrauni

RAX á mjög auðvelt með það að sjá andlit og fígúrur í íslensku landslagi. Hér að neðan má meðal annars sjá þegar hann fjallar um það að sjá andlit í ísnum. 

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

„Við látum hitastigið ekki stoppa okkur“

Baðbomburnar á Þórshöfn eru sennilega einn hressasti sjósundshópur landsins en þær hafa skellt sér reglulega í sjóinn síðustu mánuði og láta frost og forvitna seli ekki trufla sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×