Viðskipti innlent

Forstjóri Securitas til True North

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðmundur Arason hefur starfað með hléum hjá Securitas.
Guðmundur Arason hefur starfað með hléum hjá Securitas. True North
Truenorth hefur ráðið Guðmund Arason til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins. Guðmundur tekur við starfinu af Helgu Margréti Reykdal. Helga Margrét hefur sinnt starfi framkvæmdarstjóra frá stofnun True North 2003.

Guðmundur hefur starfað með hléum hjá Securitas hf. frá árinu 1992, sem framkvæmdastjóri og síðan sem forstjóri. Á ferli hans hefur hann leitt skipulagsbreytingar og stefnumótun í ýmsum fyrirtækjum á Íslandi og erlendis síðustu ár með stjórnarmennsku og ráðgjöf. Guðmundur hefur setið í stjórn Neyðarlínunnar, Íslenska Gámafélagsins, Arctic Track, Servio og fleiri félaga á síðustu árum.

 „Tímapunkturinn er núna til að stokka upp í rekstrinum og einbeita sér að frekari útrás á erlenda markaði ásamt því að byggja enn frekar undir stoðir félagsins hér heima,” er haft eftir Leifi B. Dagfinnsson, stjórnarformanni True North, í tilkynningu.  Á síðasta ári stofnaði félagið til að mynda útibú í Noregi þar sem nú þegar hafa verið teknar upp nokkrar myndir og sjónvarpsþættir fyrir bandarísk kvikmyndaver.

„Við þökkum Helgu fyrir vel unnin störf á sama tíma og við bjóðum Guðmund velkominn til starfa,“ segir Leifur ennfremur og bætir við að Guðmundur muni leiða þær stefnubreytingar sem framundan eru hjá fyrirtækinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×