Viðskipti innlent

Frið­rik, Ólöf og Örn ráðin til Ný­sköpunar­sjóðs at­vinnu­lífsins

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Friðrik Friðriksson, Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir og Örn Viðar Skúlason
Friðrik Friðriksson, Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir og Örn Viðar Skúlason
Þau Friðrik Friðriksson, Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir og Örn Viðar Skúlason hafa verið ráðin til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Friðrik mun starfa sem fjármálastjóri. Friðrik hefur bæði starfað við framkvæmdastjórn í fyrirtækjum og setið sem stjórnarformaður, meðal annars hjá CCP. Friðrik tók nýlega við stjórnarformennsku í Vaðlaheiðargöngum hf.

Ólöf Vigdís og Örn Viðar munu starfa sem fjárfestingastjórar. 

Ólöf Vigdís öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 2004, lauk námi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum 2006 og er að ljúka MS námi í verkefnisstjórnun frá Háskóla Íslands. 

Örn Viðar hefur starfað bæði við stjórnun og rekstur fyrirtækja. Örn lauk prófi í Hagverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Örn starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Proact heildverslunar frá 2008 til 2017.

„Það er mér mikil ánægja að tilkynna um ráðningu nýs fjármálastjóra og tveggja nýrra fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði.“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í fréttatilkynningu.

„Ýmsar breytingar urðu hjá sjóðnum á árinu 2017 og fram undan eru mörg spennandi verkefni. Eignasafn sjóðsins er gott og innan þess eru fjölmörg fyrirtæki sem munu á næstu árum skila mikilli verðmætasköpun fyrir samfélagið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×