Innlent

Arnaldur skipaður dómari

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. Post
Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. Post
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði í dag Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur.



Dómnefnd um hæfni umækjenda um embætti dómara mat Arnald hæfastan til að gegna embættinu.


Arnaldur er fæddur árið 1983 og er 34. Hann lauk BA-prófi í lögfræði frá HÍ árið 2006 og meistaraprófi frá sama skóla 2008. Þá hlaut hann LL.M.-gráðu frá Yale Law School árið 2013. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2008, var fulltrúi á LEX lögmannsstofu að loknu laganámi hér heima og hjá rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls íslensku bankanna.

Hann hóf störf á lánasviði Fjármálaeftirlitsins í febrúar 2010 og starfaði svo sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt í rúmt ár. Hóf hann í framhaldinu störf sem starfsnemi við EFTA-dómstólinn.

Hann var yfirlögfræðingur Bankasýslu ríkisins í tvö ár og settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hluta þess tíma. Þá hefur hann sinnt sutndakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og verið aðjúnkt við deildina frá 2013.

Frá september 2015 hefur aðalstarf hans verið við EFTA-dómstólinn þar sem hann starfar sem aðstoðarmaður dómara. Þá hefur hann verið fræðilegur ritstjóri Fons Juris frá því í apríl í fyrra. Þá hefur hann skrifað átta fræðigreinar, þar af sjö ritrýndar.

Hann hefur setið í viðurlaganefnd Kauphallar frá maí 2015 og var í þriggja manna sérfræðingahópi stjórnarskrárnefndar sama ár.


Tengdar fréttir

Arnaldur talinn hæfasti héraðsdómarinn

Arnaldur Hjartarson verður skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur fallist dómsmálaráðherra á rökstuðning dómnefndar um hæfni umsækjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×