Íslenski boltinn

Máni vill sjá fleiri uppalda leikmenn í stóru liðunum: Þetta er til skammar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorkell Máni Pétursson er ekki sáttur með hversu fá tækifæri ungir leikmenn hafa fengið hjá toppliðunum í Pepsi-deild kvenna í sumar.

„Við skulum tala hreint út. Þetta er búið að vera til skammar fyrir Breiðablik, Val og Stjörnuna. Að halda úti yngri flokka starfi og spila ekki á leikmönnunum sínum,“ sagði Máni í Pepsi-mörkum kvenna í gær.

Hann veltir fyrir sér tilgangnum með því að halda úti yngri flokka starfi ef ungir og uppaldir leikmenn fá ekki að spila með sínum liðum.

„Þetta snýst alltaf um hver er tilgangurinn með að halda úti kvennafótbolta. Við getum alveg fundið tilgang með því að halda úti karlafótbolta út af fullt af peningum sem eru í boði. Þeir eru ekki enn í boði í kvennafótboltanum,“ bætti Máni við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×