Innlent

Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn

Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um leiðtogafundinn í Reykjavík, opinbera yfirlýsingu fundarins, ávarp forsætisráðherra Úkraínu og hvernig fundargestir skemmtu sér í frítíma sínum.

Innlent

Vara við saur í Laugarvatni

Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu.

Innlent

Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag.

Innlent

Vel hefur gengið að verjast net­á­rásum

Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum.

Innlent

Katrín sökuð um að flissa með fas­istum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista.

Innlent

Snarpur við­snúningur í rekstri Sið­menntar eigi sér eðli­legar skýringar

Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. 

Innlent

Kviknaði í sánu eftir að ofn losnaði

Eldur kom upp í sánu í Vesturbæjarlaug í dag. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir starfsmenn hafa brugðist fljótt við og slökkt eldinn. Hún er vongóð að sánan opni aftur á næstu dögum, jafnvel á morgun ef allt gengur upp.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður fyrirferðamikill í hádegisfréttum Bylgjunnar en nú sitja leiðtogarnir á rökstólum og ræða málin í Hörpu. 

Innlent

Loka­yfir­lýsingin stutt en nái vel utan um grund­vallar­at­riðin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag.

Innlent

„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar.

Innlent

„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Innlent

Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Land­helgis­­gæsluna á fundar­tíma

Land­helgis­gæslan býðst að­stoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík stendur. Þyrla um borð í dönsku varð­skipi er til taks í leit og björgun eða sjúkra­flutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftir­liti fyrir lög­reglu í Reykjavík.

Innlent

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.

Innlent

Lík­legt að á­rásirnar haldi á­fram

Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Gríðarlegur viðbúnaður hefur verið í miðborg Reykjavíkur og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu. Þá var óvissustigi almannavarna lýst yfir síðdegis vegna fjölda netárása á opinberar stofnanir hér á landi.

Innlent

Friður geti ekki verið án réttlætis

Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt.

Innlent